1. Þegar talað er um hönnunarmynstur er átt við almenna endurnýtanlega lausn á einhverju vandamáli innan hugbúnaðarþróunar, óháð forritunarmáli. Oft er leitað til hönnunarmynstra þegar hugbúnaður verður stór, forritun fer að endurtaka sig, og erfitt er að skilja hvernig hinir ýmsu partar þess virka saman.

  2. MVC á bakenda virkar einhvernvegin svona: Þegar server fær request er það Controller sem miðlar því (með tilheyrandi gögnum) til Módelsins. Módelið, sem talar kannski við gagnagrunn, skilar einhverjum gögnum til baka sem eru þá færð inn í HTML ramma (Viewið), sem er það sem að vafrinn fær svo í hendurnar.

    Þetta þýðir það að í hvert sinn sem að beðið er um gögn frá server er heilt HTML skjal sem þarf að fylgja þeim.

  3. Með hjálp Javascript er hægt að færa MVC lógíkina í framendann. Þá sér Viewið gjarnan um það sem að fellur venjulega undir skyldur Controllers á bakenda. SPA-hugmyndin gengur út á að hala niður öllu kerfinu í einu. Þá er AJAX notað til að tala við vefþjóninn þegar þörf er á því (validation, ný gögn sótt, gögn send inn) og síðan uppfærð án þess að þörf sé á að „refresha“.